Mikið að gera á Norður- og Austurlandi um helgina

02.06.2020 - 17:46
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Margir ferðamenn voru á Norður- og Austurlandi um nýliðna helgi, bæði fjölskyldufólki í hjólhýsum og tjaldvögnum, en einnig fólk sem valdi að gista í orlofshúsum og á hótelum.

Talsvert var að gera á tjaldsvæðum sem búið er að opna og til dæmis gistu tæplega 500 manns á tjaldsvæðinu á Hömrum við Akureyri aðfaranótt hvítasunnudags.

Þá segir hóteleigandi á Húsavík þetta fyrstu alvöru helgina í margar vikur. Baðstaðurinn Vök við Egilsstaði var vel sóttur alla helgina og einnig Sjóböðin á Húsavík.

Nær eingöngu var um íslenska ferðamenn að ræða og segist fólk í ferðaþjónustu á Norðausturhorninu vona að aðsóknin þessa fyrstu ferðahelgi sumarsins sé vísbending um það sem koma skal næstu vikurnar.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi