Íþróttastjörnur láta í sér heyra vegna dauða Floyd

Mynd með færslu
 Mynd: Wiki Commons

Íþróttastjörnur láta í sér heyra vegna dauða Floyd

02.06.2020 - 09:38
Ástandið í Bandaríkjunum er eldfimt en mikil mótmæli brutust út í kjölfar dauða George Floyd í síðustu viku sem myrtur var af lögreglu þar í landi. Íþróttastjörnur um allan heim láta sig málið varða og birta færslur til stuðnings baráttunni gegn kynþáttamisrétti.

Tennisstjarnan Naomi Osaka, sem nýlega varð hæst launaða íþróttakona heims, birti mynd þar sem hún krefst réttlætis fyrir George Floyd. Þá hafa knattspyrnulið líkt og Manchester United og Liverpool birt myndir til stuðnings baráttu þeldökkra í Bandaríkjunum. Tveir leikmenn þýsku úrvalsdeildarinnar, þeir Jadon Sancho leikmaður Dortmund og Marcus Thuram leikmaður Borussia Mönchengladbach, fögnuðu mörkum sínum um helgina með stuðningsyfirlýsingum sem sjá má hér að neðan.

Þá birti Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant, sex ára gamla mynd af Kobe þar sem hann er í bol með árituninni I can't breathe. Kobe var í bolnum eftir að svipað atvik átti sér stað í New York þegar blökkumaðurinn Eric Garner lést eftir að hvítur lögreglumaður tók hann hálstaki. Sá reyndi margoft að segja lögreglumanninum að hann næði ekki andanum, líkt og George Floyd. Þá hefur Formúlu eitt ökuþórinn Lewis Hamilton látið sig málið varða, og í gær birti hann yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi aðra innan Formúlunnar fyrir að þegja yfir málinu en hann er eini svarti ökumaðurinn í Formúlu eitt. Michael Jordan sendi jafnframt yfirlýsingu frá sér í gær þar sem hann sagði að fólki væri nóg boðið.

Ástandið í Bandaríkjunum er eldfimt þessa stundina og hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gengið svo langt að hóta að beita hervaldi til að stöðva óeirðir víðs vegar um Bandaríkin. Ríkisstjórar New York og Illinois hafa þvertekið fyrir að hervaldi verði beitt á mótmælendur í þeirra fylkjum. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, sagði meðal annars að forsetinn væri með þessu að reyna að endurskapa raunveruleikann til að upphefja sjálfan sig.

 
 
 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

#justiceforgeorgefloyd

A post shared by 大坂なおみ (@naomiosaka) on

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Manchester United (@manchesterunited) on

v

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

#BlackLivesMatter

A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on