Ísland í efsta styrkleikaflokki í drættinum 16. júní

epa08125458 Iceland's Aron Palmarsson (C) in action during the Men's EHF EURO 2020 Handball preliminary round match between Iceland and Russia in Malmo, Sweden, 13 January 2020.  EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA

Ísland í efsta styrkleikaflokki í drættinum 16. júní

02.06.2020 - 13:32
Dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM karla í handbolta 2022 þann 16. júní næstkomandi. Ísland er í efsta styrkleikaflokki.

Evrópumótið í handbolta karla fer fram í Ungverjalandi og Slóvakíu dagana 14.-30. janúar 2022. Það varð ljóst í febrúar að íslenska liðið yrði í efsta styrkleikaflokki í drættinum. Þá var áætlað að dregið yrði í riðla í apríl en því var frestað eins og svo mörgu öðru vegna COVID-19 faraldursins. Með því að vera í efsta styrkleikaflokki kemst íslenska liðið hjá því að lenda í riðli með hinum liðunum í efsta flokknum sem eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Slóvenía og Tékkland. Spánn, sem urðu Evrópumeistarar í janúar, silfurlið Króata og Ungverjar, sem eru gestgjafar, sem komast hjá undankeppninni. 

1. styrkleikaflokkur:
Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Slóvenía, Tékkland og Ísland

2. styrkleikaflokkur:
Austurríki, Hvíta Rússland, Portúgal, Norður Makedónía, Serbía, Rússland, Svartfjallaland og Holland.

3. styrkleikaflokkur:
Sviss, Litáen, Rúmenía, Bosnía, Úkraína, Lettland, Pólland og Belgía.

4. styrkleikaflokkur:
Finnland, Ítalía, Tyrkland, Ísrael, Eistland, Grikkland, Kósovó og Færeyjar.