Formúlan hefst með átta keppnum í Evrópu

epa08249653 British Formula One driver Lewis Hamilton of Mercedes AMG GP in action during the official Formula One pre-season testing at Barcelona-Catalunya circuit in Montmelo, near Barcelona, Spain, 26 February 2020.  EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA
 Mynd: EPA

Formúlan hefst með átta keppnum í Evrópu

02.06.2020 - 10:21
Tímabilið í Formúlu 1 hefst með átta keppnum í Evrópu. Fyrsti kappaksturinn verður í Austurríki 5. júlí og annar á sömu braut 12. júlí.

Þá verður kappakstur í Ungverjalandi 17.-19. júlí og svo tveir í Bretlandi og svo á Spáni, í Belgíu og á Ítalíu. Allar keppnirnar verða án áhorfenda. Í Bretlandi verður keppt annan og níunda ágúst og svo í Barcelona á Spáni þann 16. ágúst. Í Belgíu verður kappaksturinn þann 30. ágúst og 6. september á Ítalíu.

Forráðamenn Formúlunnar hafa nú greint frá því að nú hafi óvissunni létt að vissu leyti vegna COVID-19 og stefnt sé að því að klára 15-18 keppnir áður en tímabilinu lýkur í desember.

Tengdar fréttir

Formúla 1

Formúla 1 fer af stað 5. júlí