Fjölskylda komst út eftir að eldur kviknaði í húsi

02.06.2020 - 07:38
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Fjögurra manna fjölskylda komst út af sjálfsdáðum þegar eldur kviknaði í húsi á bóndabæ í Borgarfirði í nótt. Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út um klukkan hálf fimm í nótt eftir að eldsins varð vart. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri, segir að engum hafi orðið meint af. Fjölskyldan kom sér út og slökkviliðsmenn tóku til við slökkvistörf.

Á áttunda tímanum í morgun var búið að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn voru enn á staðnum, meðal annars til að leita að glæðum í húsinu. Eldurinn logaði á efri hæð í gömlu tveggja hæða húsi. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi