Andlát í sundlaug rannsakað sem slys

02.06.2020 - 10:59
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Andlát eldri manns í Sundhöll Selfoss í gær er rannsakað sem slys, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Maðurinn lést við sundiðkun og segir Oddur að niðurstaða krufningar leiði í ljós hver dánarorsökin var.

Slysið varð á ellefta tímanum í gærmorgun. Lögregla og sjúkralið voru send á vettvang en lífgunartilraunir báru ekki árangur. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi