Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Trump leitaði skjóls í neðanjarðarbyrgi

01.06.2020 - 00:34
epa08455184 US President Donald Trump walks on the South Lawn of the White House in Washington, D.C., USA, 30 May 2020. Trump returned from the Kennedy Space Center in Florida after attending the SpaceX Demo-2 mission launch. The president vowed his administration would end what he called 'mob violence' in US cities following the death of an unarmed black man at the hands of Minnesota police, blaming leftist groups for clashes with police and property damage around the nation.  EPA-EFE/Stefani Reynolds / POOL
 Mynd: EPA-EFE - BLOOMBERG POOL
Að sögn embættismanna í Hvíta húsinu og löggæsluyfirvalda þurfti Donald Trump Bandaríkjaforseti að leita skjóls í neðanjarðarbyrgi undir húsinu í skamma stund á föstudagskvöld.

Grípa þurfti til þessa ráðs þegar mótmælendur höfðu safnast saman á Pennsylvaníu-breiðstræti með háreysti fyrir utan húsið.

Heimildir herma að forsetinn hafi hafst við í byrginu í um klukkustund en þá farið upp aftur upp.

Melania eiginkona hans og sonur þeirra Barron fóru með niður í byrgið.

Trump hefur lokið lofsorði á viðbrögð leyniþjónustunnar við mótmælunum fyrir utan Hvíta húsið á föstudagskvöldið.

New York Times greindi fyrst frá þessu.