Slasaðist alvarlega í sundi

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Eldri maður slasaðist alvarlega í slysi í Sundhöll Selfoss í morgun. Slysið varð á ellefta tímanum í morgun en Sundhöllin var enn lokuð í hádeginu. Þar voru lögreglumenn og sjúkraflutningamenn við störf að rannsaka slysstaðinn.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir að Sundhöllin verði lokuð að minnsta kosti um sinn á meðan verið er að rannsaka vettvang. Lögreglan segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi