„Okkur er nóg boðið“

epa08457583 (FILE) - Former NBA star Michael Jordan receives the Presidential Medal of Freedom during a ceremony in the White House in Washington, DC, USA, 22 November 2016 (re-issued on 01 June 2020). Michael Jordan condemned 'ingrained racism' in the United States in a statement on the death of George Floyd released on 31 May 2020.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA

„Okkur er nóg boðið“

01.06.2020 - 10:06
Michael Jordan, fyrrverandi leikmaður Chicago Bulls og Washington Wizards, og núverandi eigandi Charlotte Hornets í NBA-körfunni, bættist í dag í hóp þeirra sem fordæma dauða Georges Floyd. Jordan sem var stundum gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt í þjóðfélagsumræðu þegar hann var ein skærasta íþróttastjarna heims hefur látið meira til sín taka á þeim vettvangi síðustu ár.

Jordan sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hann sagðist vera dapur, særður og hreinlega reiður vegna málsins. Hann lýsti samstöðu með þeim sem hafa gagnrýnt hversu útbreidd kynþáttamismunun sé innan lögreglunnar og hversu oft svartir Bandaríkjamenn verði fyrir ofbeldi. „Okkur er nóg boðið,“ sagði Jordan og hvatti til friðsamlegra mótmæla gegn óréttlæti.

Margir bandarískir íþróttamenn hafa stigið fram síðustu daga. Þeir hafa lýst samstöðu með mótmælendum og krafist úrbóta og aðgerða vegna ítrekaðs lögregluofbeldis sem beinist að þeldökkum Bandaríkjamönnum. Íþróttamenn víða um heim hafa tekið undir fordæmingu á framferði lögreglumanna og krafist þess að staða minnihlutahópa verði tryggð.
 

Tengdar fréttir

Erlent

Útgöngubann og mótmæli áfram

Erlent

Trump leitaði skjóls í neðanjarðarbyrgi

Erlent

Hundruð handtekin í mótmælum í Bandaríkjunum

Erlent

Trump hringdi í bróður George Floyd