Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Fleiri mega vera í sundi í einu

Mynd: Þór Ægisson / RÚV
Í dag fjölgaði þeim sem mega vera í sundi í einu því slakað var á fjöldatakmörkunum vegna kórónuveirunnar. Sundlaugagestir í Árbæjarlaug í Reykjavík nýttu tækifærið og flatmöguðu í heitum pottum eða léku sér við að stökkva út í laugina og busla.

Í gær mátti helmingur af leyfilegum hámarksfjölda gesta vera í lauginni í einu en í dag var það rýmkað í sjötíu og fimm prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Í Árbæjarlaug mega nú vera tvö hundruð gestir í einu eða sjötíu fleiri en máttu í gær.