Eldri karlmaður lést í slysi í Sundhöll Selfoss

01.06.2020 - 14:57
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Eldri karlmaður lést við sundiðkun fyrir hádegi í dag í Sundhöll Selfoss. Í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Selfossi segir að sjúkralið og lögregla hafi verið send á vettvang en að endurlífgun hafi ekki borið árangur.

Slysið varð á ellefta tímanum í morgun og var Sundhöllinni lokað um tíma. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að ekki séu veittar nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi