Listamaðurinn Christo látinn

epa08456654 (FILE) - A file photo dated 24 July 2009 shows artists Christo (L) and wife Jeanne-Claude (R) posing in front of a model of their artwork 'Wrapped Reichstag' during the opening of the exhibition 'Christo and Jeanne-Claude.  (reissued 31 May 2020). According to media reports, Christo has died aged 84.  EPA-EFE/RAQUEL MANZANARES
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Listamaðurinn Christo látinn

31.05.2020 - 22:51

Höfundar

Búlgarskættaði listamaðurinn Christo er látinn 84 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í New York í dag.

Christo Vladimirov Javacheff stundaði list sína lengst af ásamt eiginkonu sinni Jeanne-Claude sem féll frá árið 2009. Listsköpun þeirra fólst í því að pakka mannvirkjum og náttúrufyrirbærum inn í plast eða önnur efni. 

Mörgum er án efa í fersku minni þegar hann vafði þinghúsið í Berlín í dúk sem hann hafði barist um árabil fyrir að fá að gera. 

Verk þeirra hjóna gátu verið bæði tímafrek og rándýr í framleiðslu en ending þeirra gat verið harla fallvölt því þau hafa iðulega leysts upp eða verið tekin niður innan nokkurra vikna eða mánaða.

Til að mynda tók tvö ár að undirbúa eitt frægasta verk listamannsins, Dalatjaldið í Rifle í Colorado, sem hann afhjúpaði 1972. Það stóð aðeins í 28 klukkustundir. 

Lokið verður við síðasta verk Christos sem hann kallaði „Sigurboginn í París vafinn", að honum látnum. Búist er við að verkið verði til sýnis 18. september 2021.

Sýning á verkum Christos var sett upp á Kjarvalsstöðum árið 1991.