Fyrirliði Schalke kallar eftir réttlæti í máli Floyd

epa08454613 Schalke's Weston McKennie (C) wears an armlet reading 'Justice for George', during the German Bundesliga soccer match between FC Schalke 04 and Werder Bremen in Gelsenkirchen, Germany, 30 May 2020.  EPA-EFE/BERND THISSEN / POOL CONDITIONS - ATTENTION: The DFL regulations prohibit any use of photographs as image sequences and/or quasi-video.
 Mynd: EPA-EFE - DPA POOL

Fyrirliði Schalke kallar eftir réttlæti í máli Floyd

31.05.2020 - 12:00
Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, bar skilaboð ákalls um réttlæti í máli George Floyd er lið hans tapaði fyrir Werder Bremen í gær.

McKennie hafi límt yfir fyrirliðabandið sitt og skrifað á límbandið „Justice for George“ eða „Réttlæti fyrir George“ til að sýna stuðning sinn. George Floyd var myrtur af lögreglumanni í Minneapolis í Bandaríkjunum 25. maí síðastliðinn.

Floyd hefur orðið enn ein birtingarmynd ofbeldis lögreglu vestanhafs gagnvart þeldökkum Bandaríkjamönnum. Mikið óeirðabál hefur kviknað eftir andlát hans þar mótmælt hefur verið í 75 borgum Bandaríkjanna hið minnsta. Þess er krafist að lögreglumennirnir sem urðu Floyd að bana séu sóttir til saka.

Þrátt fyrir aðeins 21 árs aldur hefur McKennie leikið 70 deildarleiki fyrir Schalke og er fyrirliði liðsins. Liðið hefur átt bölvanlegu gengi að fagna undanfarið en eftir níu sigra í fyrstu 18 leikjum tímabilsins hafa liðið ellefu leikir án sigurs, fjögur jafntefli og sjö töp.

Schalke hefur jafnframt tapað öllum fjórum leikjum sínum eftir COVID-hlé og situr í tíunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig.

Tengdar fréttir

Krefjast þess að lögreglumenn verði sóttir til saka

Erlent

Einn látinn í mótmælum

Erlent

Andóf heldur áfram vestra

Erlent

Birtingarmynd djúpstæðs kynþáttamisréttis