Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Brasilía komin í annað sæti yfir smitaða

31.05.2020 - 00:54
epa08434627 A room with patients undergoing COVID-19 treatment at the Gilberto Novaes Municipal Campaign Hospital, in the city of Manaus, Amazonas, Brazil, 20 May 2020. The hospital has two intensive care units, two intermediate care units and 17 wards and is currently at its maximum occupancy.  EPA-EFE/RAPHAEL ALVES
Mikið álag er á sjúkrahúsum víða í Brasilíu vegna COVID-19 farsóttarinnar. Mynd: EPA-EFE - EFE
Yfirvöld í Brasilíu hafa tilkynnt 28.834 dauðsföll af völdum kórónuveirunnar. Nú er Brasilía í fjórða sæti yfir þau lönd sem verst hafa farið út úr faraldrinum.

Á síðasta sólarhring fjölgaði smituðum í landinu um ríflega 33 þúsund sem að sögn heilbrigðisráðuneytisins þar er nýtt met. Tæplega fimmhundruð þúsund hafa því veikst í landinu, í Bandaríkjunum einum er talan hærri.

Fjöldri smitaðra er mestur í Sao Paulo og Rio de Janeiro hlutfallið er verst á fátækari svæðum í norður og norðaustur hluta landsins. Þar styttist í að heilbrigðisstofnanir ráði ekki lengur við að taka við sjúklingum.

Heilbrigðisráðuneyti Brasilíu segir ekki nokkra leið að sjá fyrir um hvenær útbreiðsla faraldursins í landinu muni ná hámarki. Áður hefur komið fram að sérfræðingar telji fjölda smitaðra geta verið fimmtánfalt það sem opinberar tölur segja til um vegna lítillar skimunar.

Mikill ágreiningur er milli fylkistjóra og borgarstjóra í landinu annars vegar og Bolsonaros forseta hins vegar um hvernig taka skuli á faraldrinum. Forsetinn bindur vonir um endurkjör við að efnahagur landsins takist á loft og hefur ávítað þá fyrrnefndu fyrir það sem hann kallar „harðýgi algerrar einangrunar”.

Í Bandaríkjunum hafa nú tæplega 104 þúsund látist, í Bretlandi 38 þúsund og 33 þúsund á Ítalíu. Í heiminum öllum hafa nú næstum 370 þúsund fallið í valinn af völdum kórónuveirunnar.