Reiðubúnir til viðræðna við talibana

30.05.2020 - 10:02
epa08453647 Afghan Chairman of the High Council for National Reconciliation, Abdullah Abdullah speaks during a press conference in Kabul, Afghanistan, 30 May 2020. Abdullah, who has been appointed to lead peace talks with the Taliban, said that his team is ready to start negotiations 'at any time' with the insurgents, media reported.  EPA-EFE/HEDAYATULLAH AMID
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Aðalsamningamaður afganskra stjórnvalda í friðarviðræðum við talíbana segir að hans fólk sé reiðubúið til að hefja þegar í stað viðræður við talíbana.

Átök hafa verið með minnsta móti í landinu frá því að talíbanar lögðu til þriggja daga vopnahlé að fyrra bragði núverið og í vikunni slepptu afgönsk stjórnvöld eitt þúsund talibönum úr haldi. Þetta hefur greitt götu friðarviðræðna milli fylkinga.

Vopnahlé talibana tók enda á þriðjudag og sagði Abdullah Abdullah, sem fer fyrir samninganefnd stjórnvalda, sagði á fyrsta blaðamannafundi sínum í dag að lýsa verði yfir öðru vopnahléi sem verði í gildi á meðan á viðræðum stendur.  Abdullah, sem bauð sig fram til forseta gegn Ashraf Ghani, var skipaður aðalasamningamaður fyrr í mánuðinum eftir að deilur hans við forsetann tóku enda.  

Stjórnvöld hafa sakað talibana um að bera ábyrgð á mannskæðri árás á öryggissveitir í vikunni en hafa jafnframt viðurkennt að þriggja daga vopnahléið hafi leitt til þess að dregið hafi úr átökum víðast hvar í landinu. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi