Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Jarðskjálfti 3,5 að stærð í Bárðarbungu

30.05.2020 - 07:59
Hágöngur í baksýn og sést í átt að Tungnafellsjökli.
 Mynd: Tómas Guðbjartsson
Jarðskjálfti 3,5 að stærð varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni þegar klukkan var gengin tuttugu mínútur í tvö í nótt. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að engir eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið og engin merki sjáist um gosóróa.

Óvissustig er enn í gildi hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vegna landriss við Þorbjörn á Reykjanesskaga. Ný gögn í vikunni gefa vísbendingar um að landris sé hafið þar á ný þó hægt sé. Veðurstofan segir að meiri gögn þurfi til að fullyrða frekar um landrisið og þær hættur sem því fylgi. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV