57 teknir fyrir of hraðan akstur

30.05.2020 - 21:30
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Guðmundur Bergkvist - RÚV
Brot 57 ökumanna voru mynduð á Vesturlandsvegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem ekið var Vesturlandsveg í suðurátt að Víkurvegi eftir hádegi. Einungis um 5% óku of hratt en um 1.218 ökutæki óku þessa akstursleið á þeirri klukkustund sem fylgst var með akstri. Meðalhraði þeirra sem óku of hratt var 92 kílómetrar á klukkustund en hámarkrshraði á götunni er 80.

Umferð um Vesturlandsveg var þung síðdegis í gær. Gera má ráð fyrir að straumurinn hafi legið að einhverju leyti norður í land þar sem spáð er 20 stiga hita núna um Hvítasunnuhelgina,  sem er fyrsta stóra ferðahelgi ársins.

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi