Twitter snuprar Trump öðru sinni

29.05.2020 - 09:03
epa04134379 (FILE) A passer-by photographs the Twitter logo on the outside of the New York Stock Exchange building in New York City, New York, USA, 07 November 2013. According to media reports on 21 March 2014, Twitter users in Turkey reported that the social media site was blocked in the country. Users trying to open the website were redirected to a statement by the Turkey's telecommunications regulator. A court's order cite 'protection measures' on the website. Twitter did not make public comment on the issue so far.  EPA/ANDREW GOMBERT
 Mynd: EPA
Samfélagsmiðillinn Twitter varaði í morgun við tísti Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, um óeirðirnar í Minneapolis, sagði hann lofsama ofbeldi og brjóta þannig skilmála miðilsins. Tíst forsetans yrði þó ekki fjarlægt af Twitter.

Í því hótar hann að siga hernum á mótmælendur og segir að ef mótmælendur hefji gripdeildir, sé von á skothríð. Trump hefur hótað því að setja samfélagsmiðlum reglur, eftir að Twitter merkti eina færslu hans á miðlinum sem misvísandi. 
 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi