Þjóðvarðlið kallað til í Minneapolis og St. Paul

29.05.2020 - 01:34
epa08450985 People yell at police officers during a protest in response to the death of George Floyd, an African-American man who died while in the custody of the Minneapolis police, in New York, New York, USA, 28 May 2020. A bystander's video posted online on 25 May appeared to show George Floyd, 46, pleading with arresting officers that he couldn't breathe as an officer knelt on his neck. The unarmed man later died in police custody.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Upptaka úr öryggismyndavél við veitingahús í Minneapolis virðist stangast á fullyrðingar lögreglu um að George Floyd hafi streist á móti við handtökuna sem leiddi til dauða hans á mánudag.

Handtakan sést vel á myndbandinu og þótt Floyd sé undan sjónsviðs myndavélarinnar í nokkrar mínútur virðist það sem þar sést ekki styðja við þá staðhæfingu að hann hafi þráast við gagnvart lögreglumönnunum.

Lögregla hefur ekki enn gert upptökur búkmyndavéla lögreglumannanna opinberar.

Andlát Floyds hefur vakið öldu mótmæla víða um Bandaríkin en lögreglumönnunum fjórum sem þátt áttu í handtökunni hefur öllum verið vikið frá störfum.

Það hefur ekki lækkað raddir þeirra sem krefjast þess að þeir verði sóttir til saka og bróðir Floyds hefur krafist sakfellingar og dauðdóms yfir þeim.

Yfirvöld í Minneapolis og St. Paul hafa fengið fulltingi Þjóðvarðliðsins við að bregðast við stigvaxandi mótmælum og ofbeldi í borgunum tveimur.

Þau sögðust myndu bregðast hart við slíku athæfi enda ætti fólk ekki að notfæra sér harmleik sem þennan til að fremja glæpi sjálft. Jafnframt er því heitið að andlát Georges Floyd yrði rannsakað í þaula.

Tim Walz ríkisstjóri í Minnesota sagði að fráfall hans ætti að verða til að tryggja kerfisbreytingu og aukið réttlætti en ekki meiri dauða og tortímingu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi