Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hreyflar snertu flugbraut í fyrri tilraun

29.05.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Pakistan
epa08441447 Wreckage of state run Pakistan International Airlines, Airbus A320 is lying amid houses of a residential colony days after it crashed, in Karachi, Pakistan, 24 May 2020. The death toll in a plane crash in Pakistan rose to 97 on 23 May after rescue teams spent the night searching for survivors among the rubble in a residential area in the port city of Karachi, where the state-owned Pakistan International Airlines (PIA) flight with 99 people on board crashed on 22 May.  EPA-EFE/SHAHZAIB AKBER
Annar hreyfill vélarinnar sem fórst í Karachi. Mynd: EPA-EFE - EPA
Flugmenn farþegavélarinnar sem hrapaði í Karachi í Pakistan í síðustu viku voru búnir að gera tilraun til að lenda skömmu fyrir slysið en urðu að hætta við.

Fréttastofan al Jazeera hafði eftir embættismanni að flugmenn hefðu reynt að lenda án þess að geta þess að þeir gætu ekki komið hjólum vélarinnar niður.

Hreyflar vélarinnar hefðu þrívegis snert flugbrautina og kynni það að að hafa valdið því að báðir hreyflar hefðu stöðvast eins og flugstjóri hefði tilkynnt um í seinni tilrauninni.

Vélin komst ekki alla leið og skall til jarðar í íbúðahverfi skammt frá brautarenda með þeim afleiðingum að 97 fórust. Tveir í vélinni komust lífs af. Búið er að finna báða flugrita vélarinnar og verða þeir fluttir til Frakklands til rannsóknar.