Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Demókratar til liðs við grænlensku landsstjórnina

29.05.2020 - 16:31
epa07064150 Greenland's Prime Minister Kim Kielsen, who is also the chairman of the Social Democratic 'Siumut' party, speaks at a news conference in Nuuk, Greenland, 02 October 2018. Kielsen presented his new minority government after losing a coalition partner in September and thus finding his government in a crisis. Media reports state that Kilesen together with the liberal-conservative 'Atassut' party and center-left 'Nunatta Qitornai' party formed a new minority government that will be supported in parliament by the island's Democrats party.  EPA-EFE/CHRISTIAN KLINDT SOELBECK DENMARK OUT
 Mynd: EPA-EFE - Ritzau Scanpix
Ný landsstjórn var mynduð á Grænlandi í dag undir forystu Kims Kielsens, formanns Siumutflokksins. Nunatta Qitornai-flokkurinn á áfram aðild að stjórninni ásamt Siumut, en Demókrataflokkurinn kemur nýr inn. Síðasta stjórn hafði ekki meirihluta á grænlenska þinginu og varði Demókrataflokkurinn hana falli.

Nivi Olsen, formaður flokksins til bráðabirgða, kvaðst  fagna því  þegar nýja stjórnin var kynnt að Demókratar væru ekki lengur á hliðarlínunni heldur virkir þátttakendur í stjórnarsamstarfinu. Flokkurinn tekur við þremur ráðuneytum í landstjórninni, heilbrigðisráðuneyti, utanríkis- og orkumálaráðuneyti og ráðuneyti atvinnumála, sem hefur jafnframt málefni hráefnisvinnslu á sinni könnu.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV