Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

15 hópuppsagnir borist til Vinnumálastofnunnar

29.05.2020 - 12:40
Mynd með færslu
 Mynd: Vinnumálastofnun
Á annar tugur hópuppsagna barst Vinnumálastofnun í gær og ein til viðbótar hefur bæst við í dag það sem af er degi. Ástandið er þó gjörólíkt því sem var um síðustu mánaðarmót. 

 

 

Í kringum 4.000 manns misstu vinnuna um síðustu mánaðarmót og var stór hluti þess hóps starfsmenn Icelandair. Fjöldi uppsagna nú er einungis um fjórðungur af þeim fjölda. 

„15 fyrirtæki hafa tilkynnt okkur um hópuppsagnir og það eru þá í kringum  1.000 manns sem hafa fengið uppsagnarbréf,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar. 

Verulega hefur fækkað undanfarið í hópi þeirra sem nýta sér hlutabótaleiðina og varð mikil breyting í kjölfar þess að hárgreiðslufólk, sjúkraþjálfarar, tannlæknar og snyrtifræðingar máttu snúa aftur til starfa. Hafa um 16.000 manns afskráð sig af hlutabótaleiðinni það sem af er þessum mánuði. Hluti þess hóps snéri aftur til sinnar fyrri vinnu, en hinn hlutinn missti vinnuna og munu einhverjir þeirra væntanlega enn vera án vinnu í lok sumars og koma þá aftur inn á atvinnuleysisskrá. 

Unnur útilokar ekki að uppsagnirnar verði fleiri, en kveðst ekki eiga von á hrinu sambærilegri þeirra og stofnunni barst um síðustu mánaðarmót.