Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Samninganefndir taka stöðuna með sáttasemjara á morgun

28.05.2020 - 16:58
Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
Hjúkrunarfræðingar funduðu í morgun hjá Ríkissáttasemjara. Að sögn Gunnars Helgasonar, formanns samninganefndar félags hjúkrunarfræðinga, er ekkert nýtt að frétta.

„Við erum áfram að vinna þetta í vinnuhópum,“ segir hann og kveður þann hátt hafa verið hafðan á undanfarið. Sú vinna hafi vissulega verið gagnleg, en ekki sé tímabært að ræða það sem þar hafi farið fram.

Samninganefndir hjúkrunarfræðinga og ríkisins munu svo hittast á formlegum samningafundi klukkan eitt á morgun til að taka stöðuna og ákveða næstu skref.

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar hafa nú verið samningslausir frá því í mars í fyrra, en þeir felldu í  lok síðasta mánaðar kjara­samn­ing sem gerður hafði verið milli Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræðinga og rík­is­ins. Nokkuð mjótt var á mun­um, því 45,98% vildu samn­ing­inn en 53,02% höfnuðu hon­um.