Á sýningunni eru 60 ljósmyndir af algengum fuglum í náttúru Íslands, flestum í nágrenni Reykjavíkur. „Þetta eru að mestu leyti fuglar sem koma hingað á vorin til að verpa, koma upp ungum sínum og fara svo á haustin. Á þessari sýningu eru um 40 tegundir, flestar algengir fuglar,“ segir Árni.
Myndirnar sýna brot úr fjölbreyttum aðstæðum og lífshlaupi viðfanganna. „Atferli fugla er heillandi og skemmtilegt að fylgjast með því. Til dæmis hrossagaukurinn, hvernig hann dansar á vorin þegar pörin eru að draga sig hvert að öðru. Aðrir fuglar eins og flórgoðinn synda mjög samræmdan dans af botninum með drasl sem þeir nota í hreiðrið sitt.“