Efnahagsaðgerðir ESB og Inger Støjberg í Heimsglugganum

28.05.2020 - 11:06
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. - Mynd: EPA-EFE / EPA
Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson sátu við Heimsgluggann á Morgunvaktinni á Rás 1 að venju á fimmtudagsmorgni og í þessari viku var Gísli Tryggvason lögmaður með þeim.

Bogi og Björn ræddu tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem hefur lagt til að ESB veiti 750 milljarða evra í efnahagsaðstoð til aðildarríkja vegna kórónuveirufaraldursins. Urusula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kynnti að 250 milljarðar yrðu í formi lána en 500 milljarðar styrkir. Þau ríki þar sem neyðin er mest fái hæstu styrkina. Von der Leyen segir að nú sé tími fyrir Evrópu að standa saman, ríkin hafi hagnast mjög á innri markaðnum og innbyrðis viðskiptum og verði ekki gripið til ráðstafana nú geti það allt hafa verið unnið fyrir gýg.

Ráðamenn í Danmörku, Svíþjóð, Austurríki og Hollandi eru þessu andvígir. Þeir vilja ekki samþykkja stofnun sjóðs til að styrkja sum ríki og svo lendi á öllum ríkjunum að greiða jafnt til baka.

Gísli Tryggvason upplýsti hlustendur um mál Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, en sérstök nefnd rannsakar nú hvort hún hafi brotið lög með því að fyrirskipa aðskilnað giftra hælisleitenda þar sem annar makinn var undir átján ára aldri. Støjberg segist hafa verið að vernda ungar stúlkur gegn þvinguðu hjónabandi. Meint lögbrot er að tilskipunin hafi verið algild, þau sem gagnrýna ráðherrann segja að rannsaka hefði átt hvert mál sérstaklega.

bjornthor's picture
Björn Þór Sigbjörnsson
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi