COVID-19: Yfir 175.000 hafa látist í Evrópu

epa08422848 A nurse wearing protective gear caresses a patient's hand in the Covid Orthopedic-Traumatology Department of the St. Janos hospital set up to receive patients infected with the SARS-CoV-2 coronavirus that causes the pandemic COVID-19 disease, in Budapest, Hungary, 14 May 2020.  EPA-EFE/Zoltan Balogh HUNGARY OUT
 Mynd: EPA-EFE - MTI
Yfir 175.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 í Evrópu, en ríflega tvær milljónir manna hafa greinst þar með kórónuveirusmit. Þetta kemur fram í samantekt fréttastofunnar AFP sem birt var í morgun.

Um 356.000 hafa látist af völdum COVID-19 á heimsvísu. Í gærkvöld var staðfest að fleiri en eitt hundrað þúsund hefðu látist úr sjúkdómnum í Bandaríkjunum, en 1,7 milljónir manna hefðu greinst þar með kórónuveirusmit.

Þá sögðu heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu í gærkvöld að þar hefðu ríflega 25.000 manns dáið úr COVID-19, en þar eru staðfest smit yfir 400.000.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi