Birtingur segir upp fjórtán manns

28.05.2020 - 23:03
Mynd með færslu
 Mynd: Netið
Útgáfufélagið Birtíngur, sem gefur meðal annars út fríblaðið Mannlíf, sagði í dag upp fjórtán starfsmönnum. Um leið var tilkynnt um skipulagsbreytingar. Uppsagnir ná þvert á deildir fyrirtækisins.

Í frétt á vef Mannlífs kemur fram að engin breyting verður á útgáfu blaðsins við þessar breytingar. Birtingur gefur einnig út tímaritin Vikuna, Gestgjafann og Hús og hýbili og heldur úti vefnum mannlif.is og ekki er fyrirhuguð breyting á útgáfu þessarra miðla.

Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Birtíngs segir við vef Mannlífs að það sé eðlilega mikið áfall fyrir starfsmenn útgáfunnar að missa vinnuna en að hagræðing í rekstri fyrirtækisins hafi verið nauðsynleg.
 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi