Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Auður lokar Látum okkur streyma í beinni í kvöld

Auður í lokaþætti Vikunnar vor 2020.
 Mynd: RÚV - Vikan

Auður lokar Látum okkur streyma í beinni í kvöld

28.05.2020 - 08:46

Höfundar

Tónlistarmaðurinn Auður kemur fram á Látum okkur streyma í kvöld á lokatónleikum tónleikaraðarinnar. Upphaflega átti Auður að koma fram í lok apríl en af óviðráðanlegum orsökum þurfti að fresta tónleikunum.

Auður vakti mikla athygli þegar hann kom fram í lokaþætti Vikunnar þar sem hann flutti þröngskífuna Ljós í heild sinni og óhætt er að segja að það hafi verið stórbrotið sjónarspil. Það var kvikmyndagerðarmaðurinn Andri Haraldsson, sem kemur einnig fram sem Krassasig, sem leikstýrði verkinu. 

Tónleikarnir með Auði eru þeir síðustu í tónleikaröðinni Látum okkur streyma en allir tónleikarnir hafa farið fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ og á meðan samkomubann var í gildi komu þar fram Ásgeir Trausti, GDRN, Móses Hightower, Hjálmar, Mammút og Kælan mikla. Tónleikarnir hafa allir verið í beinni útsendingu á Rás 2 og á RÚV2 og RÚV.is. Engin undantekning verður á því í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00

Tengdar fréttir

Tónlist

Auður flytur ljós í lokaþætti Vikunnar

Tónlist

Síðan sem sameinaði Halta hóru og söngstjörnur Íslands

Tónlist

Kynlíf í fjórum köflum og fýrað upp að lokum

Tónlist

Vök og Auður sigursælust