Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Stjórnvöld í Kabúl vilja lengra vopnahlé

27.05.2020 - 09:11
epa08444911 Taliban members attend a ceremony at the Governor's office after being released by authorities, in Herat, Afghanistan, 26 May 2020. Three Taliban members have been released in Herat after Afghan President announced that his government will free some 900 more Taliban prisoners. The prisoner swap process of 5,000 Taliban in exchange for 1,000 prisoners of the Afghan government is a must to be done before starting intra-Afghan talks between Kabul and the Taliban as per the US-Taliban agreement, signed in Doha last February. So far the government has released 1,000 of the 5,000 Taliban prisoners and the Taliban released few hundreds of the 1,000 prisoners of the government in a unilaterally and slow prisoner swap process.  EPA-EFE/JALIL REZAYEE
Talibanar sem sleppt var úr haldi í Herat í gær. Mynd: EPA-EFE - EPA
Allt var með kyrrum kjörum í Afganistan í morgun þótt þriggja daga einhliða vopnahlé Talibana hefði runnið út í gær.

Stjórnvöld í Kabúl óskuðu eftir því í gær að Talibanar framlengdu vopnahléið og kváðu það geta skipt sköpum fyrir viðræður þeirra á milli. Þeirri ósk hefur ekki verið svarað.

Á meðan vopnahlé var í gildi slepptu stjórnvöld eitt þúsund Talibönum, en flestum þeirra hafði verið haldið í fangelsi á Bagram-flugvelli skammt frá Kabúl.

Talsmaður Talibana sagði við fréttastofuna AFP í morgun að þeir ætluðu í staðinn að sleppa allt að eitt hundrað stjórnarhermönnum, jafnvel á morgun.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV