Röskun hjá Skattinum vegna rafmagnsleysis

27.05.2020 - 10:58
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Vegna rafmagnsleysis er lokað hjá Skattinum í dag, símkerfið liggur niðri, tölvukerfin og þjónusta á vefsíðum embættisins er skert. Að sögn Snorra Olsen, ríkisskattstjóra, er bilun í heimtaug sem liggur í hús embættisins, að Laugavegi 166. Unnið er að viðgerð og segir Snorri að það verði opnað á ný um leið og lagfæringum verður lokið.

Ekki er alveg ljóst hvenær viðgerðum lýkur og kveðst Snorri vona að það verði í dag. Þegar opnað verður á ný verður birt tilkynning þess efnis á vef embættisins og á Facebook-síðu þess. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi