Rannsókn vegna lekamáls hætt

27.05.2020 - 08:39
epa08446347 Australian Federal Police (AFP) Deputy Commissioner of Investigations Ian McCartney speaks to the media during a press conference in Canberra, Australia, 27 May 2020. According to media reports, the AFP will not pursue charges against Australian journalist Annika Smethurst or anyone else linked to her story on Australian Signals Directorate's spying powers.  EPA-EFE/LUKAS COCH AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Ian McCartney, vararíkislögreglustjóri Ástralíu. Mynd: EPA-EFE - AAP
Ástralska lögreglan hefur hætt rannsókn á blaðakonunni Anniku Smethurst vegna umfjöllunar hennar sem byggð var á leyniskjölum stjórnvalda.

Ian McCartney, vararíkislögreglustjóri í Ástralíu, staðfesti þetta í morgun og sagði að hvorki stæði til að birta blaðakonunni ákæru, né rannsaka mál hennar frekar.

Smethurst, sem starfar fyrir fjölmiðlafyrirtækið News Corp, birti fyrir tveimur árum grein byggða á fyrrnefndum skjölum um að stjórnvöld áformuðu að taka sér aukin völd til að geta njósnað um almenna borgara.

Lögregla gerði húsleit á heimili Smethurst í fyrra og lagði hald á gögn í þeim tilgangi að reyna að hafa uppi á þeim sem veitti blaðakonunni þessar upplýsingar.

Þeirri rannsókn hefur einnig verið hætt og fyrir hálfum öðrum mánuði ógilti æðsti dómstóll landsins húsleitarheimild lögreglu. Málið vakti mikla umræðu um frelsi fjölmiðla í Ástralíu.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi