Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Handtökur vegna smygls á fólki frá Víetnam

27.05.2020 - 17:28
epa07943551 Police drive the lorry container along the road from the scene in Waterglade Industrial Park in Grays, Essex, Britain, 23 October 2019. A total of 39 bodies were discovered inside a lorry container in the early hours of this morning, and pronounced dead at the scene.  EPA-EFE/VICKIE FLORES
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Franska lögreglan er með þrettán manns í haldi, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að smygla 39 víetnömskum hælisleitendum til Bretlands kæligámi flutningabíls til Bretlands í fyrrahaust. Sameiginlegt átak frönsku og belgísku lögreglunnar leiddi til þessa. Í Belgíu voru einnig þrettán handteknir vegna rannsóknarinnar.

Víetnamarnir, átta konur og 31 karlmaður, voru fluttir frá Zeebrugge í Belgíu til Bretlands. Þegar þeir fundust í kæligámnum voru þeir allir látnir vegna kulda og loftleysis.

Nokkrir hafa verið handteknir í Bretlandi vegna málsins. Þeirra á meðal er norður-írskur bílstjóri flutningabílsins. Hann hefur gengist við því að hafa orðið fólkinu að bana.

Talið er að þeir sem voru handteknir í Frakklandi og Belgíu eigi aðild að hópi sem hefur um skeið smyglað fólki til Evrópu frá Asíuríkjum, einkum Víetnam. Lögregluembætti í Bretlandi og Írlandi lögðu Frökkum og Belgum lið í rannsókn á smyglhópnum.