Eldur á svölum við Skúlagötu

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Eldur kviknaði í grilli á svölum íbúðar á þriðju hæð í húsi við Skúlagötu í Reykjavík nú á áttunda tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um mikinn eld og reyk og voru slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum sendir á staðinn. Eldurinn hafði læst sig í timburklæðningu.

Húsráðandi reyndi að slökkva eldinn en hann var orðinn of mikill og því kallaði hann slökkvilið til. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er búið að ná tökum á eldinum. Liðið verður að störfum í hálftíma eða klukkutíma til viðbótar.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi