Ekki hægt að nota 5.000 kallinn til að leigja tjald

Ernir Skorri Pétursson
Ernir Skorri Pétursson Mynd: Aðsend mynd
Það hvarflaði ekki að mér að þetta myndi ekki ná yfir starfsemi sem mína. Þetta segir Ernir Skorri Pétursson, eigandi tjaldaleigunnar Rent a Tent, en 5.000 króna ferðaávísunargjöf frá ríkisstjórninni verður ekki hægt að nota til að leigja tjöld og annan útilegubúnað. 

Frumvarp Þórdísar Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, um ferðaávísanir verður væntanlega að lögum á næstu dögum.Þar er skilgreint hvers konar fyrirtæki munu taka við ávísuninni sem greiðslu, þar eru meðal annars tilteknir veitinga- og gististaðir og ökutækjaleigur en ekki fyrirtæki sem leigja út útilegubúnað.

Ólafur Teitur Guðnason aðstoðarmaður ráðherra staðfesti að útleiga á tjöldum og öðrum útilegubúnaði falli ekki undir ferðaávísunina. Hann sagði að það hefði verið rætt  við samningu frumvarpsins, en fallið hefði verið frá því vegna þess að óljós skil væru á milli þessarar útleigu og annarrar.

„Ég verð að segja að þetta kemur mér algerlega í opna skjöldu,“ segir Ernir Skorri.  „Ég sé ekki alveg rök fyrir því að svo þurfi að vera þar sem þetta er nú hagkvæmasti og umhverfisvænasti mátinn til að ferðast um landið. Ég gerði nú ráð fyrir að það væri hægt að nýta ferðaávísunina hjá okkur og öðrum tjaldleigum.“

Skorar á stjórnvöld að bæta úr

Ernir Skorri segist ekki átta sig á hvers vegna ekki ætti að vera hægt að greina á milli fyrirtækja sem leigja tjöld og fyrirtækja sem standa í annars konar útleigu. Hann segist þegar hafa fengið talsvert af fyrirspurnum frá Íslendingum sem hyggi á tjaldferðalög í sumar og að sumir þeirra hafi rætt um að nýta ferðávísunina við tjaldleigu. Hann skorar á stjórnvöld að bæta úr þessu áður en lögin verða samþykkt, sé það mögulegt.

„Ég held að það gæti verið mjög gott fyrir landann að geta átt kost á þessu. Það eiga ekki allir kost á að eiga eða leigja ferðavagn eða slíkt

 

 

 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi