Efast um upplýsingar um veirusmit í Venesúela

epa08424970 Venezuelan citizens wait outside the headquarter of the Venezuelan Consulate in Quito, Ecuador, 15 May 2020. Dozens of Venezuelan have set up outside the consulate to get a chance to return their country throughout an humanitarian flight between Ecuador and Venezuela during the coronavirus crisis.  EPA-EFE/Jose Jacome
Venesúelskir borgarar bíða þess að verða fluttir heim frá Ekvador. Mynd: EPA-EFE - EFE
Mannréttindavaktin, Human Rights Watch, og vísindamenn við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkjunum draga í efa upplýsingar frá stjórnvöldum í Venesúela um útbreiðslu kórónuveirufarsóttarinnar þar í landi. Samkvæmt þeim höfðu tólf hundruð og ellefu smitast af veirunni og ellefu dáið af völdum COVID-19 síðasta sunnudag. Í Venesúela búa um þrjátíu milljónir.

José Miguel Vivanco, formaður Ameríkudeildar Mannréttindavaktarinnar, sagði þegar skýrsla um ástandið í Venesúela var kynnt, að upplýsingar Maduro-stjórnarinnar héldu ekki vatni. Ekki fáist staðist að farsóttin sé ekki útbreiddari í landi þar sem læknar á sjúkrahúsum hafi ekki aðgang að vatni til að þvo sér um hendurnar, heilbrigðiskerfið sé hrunið og fangelsi yfirfull.

Kathleen Page, læknir og dósent við læknadeild Johns Hopkins, sem vann að skýrslunni, tók viðtöl við fjölda lækna og hjúkrunarfræðinga í Venesúela. Hún segir að miðað við upplýsingar þeirra megi áætla að hátt í þrjátíu þúsund hafi dáið af völdum kórónueirunnar. Fjórðungur þjóðarinnar hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Skortur sé á sápu og sótthreinsunarvökva og því megi varlega áætla að eitt prósent þjóðarinnar, þrjú hundruð þúsund manns, hafi smitast, tuttugu prósent af þeim veikst alvarlega og tíu prósent dáið.

Katheleen Page segir að starfsfólk sex af hverjum tíu sjúkrahúsum í Venesúela hafi ekki aðgang að einnota hönskum og andlitsgrímum. Á meira en sjö af hverjum tíu skorti hreint vatn, sápu og sótthreinsivökva.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi