Þórdís Linda Þórðardóttir sigraði Söngkeppni Samfés

Sigurvegari Samfés 2020
 Mynd: Samfés - .

Þórdís Linda Þórðardóttir sigraði Söngkeppni Samfés

26.05.2020 - 15:55

Höfundar

Þórdís Linda Þórðardóttir úr félagsmiðstöðinni Garðalundi í Garðabæ sigraði í Söngkeppni Samfés sem fór fram á vef UngRÚV með innsendum atriðum ungmenna af öllu landinu.

Þrjátíu keppendur sem tóku þátt í úrslitunum komust áfram í gegnum undan- og landshlutakeppnir sem fóru fram í öllum landshlutum. Í öðru sæti lenti Alexandra Magnúsdóttir úr félagsmiðstöðinni Tíunni í Reykjavík með lagið Thunderclouds. Í þriðja sæti var Emilía Hugrún Lárusdóttir frá félagsmiðstöðinni Svítunni í Þorlákshöfn með lagið At Last.

Mynd með færslu
 Mynd: Samfés - .
Alexandra Magnúsdóttir.

Í ár tóku allir keppendur upp atriðin sín í heimabyggð og sendu inn í keppnina. Dómnefnd valdi 1.-3. sæti og var Rödd fólksins 2020 valin í æsispennandi netkosningu þar sem að 6.000 atkvæði bárust. Ninja Sigmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi sigraði í netkosningunni og hlaut titilinn Rödd fólksins 2020.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - .
Emilía Hugrún Lárusdóttir.

Í dómnefnd Söngkeppni Samfés sátu Dagur Sigurðsson, Ragna Björg Ársælsdóttir og Sylvía Erla Melsted.

Hægt er að sjá öll atriði keppenda og úrslit á vef UngRÚV.

Mynd með færslu
 Mynd: Samfés - .
Ninja Sigmundsdóttir var valin rödd fólksins í netkosningu.

Tengdar fréttir

SamFestingi Samfés frestað fram í maí