Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Kynna útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa halda kynningarfund þar sem farið er yfir útfærslu á ferðagjöf stjórnvalda, en ferðamálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um það á Alþingi í gær.

Gert er ráð fyrir að inneignin verði í formi smáforrits í farsíma og hana fái um 250 þúsund manns og kosnaður nemur því allt að einum og hálfum milljarði fyrir ríkissjóð. Inneignin mun gilda frá júníbyrjun til áramóta og verða hægt að nýta hana hjá ferðaþjónustufyrirtækjum með starfsstöð á Íslandi.

Leyfilegt er að gefa ferðagjöfina áfram og hver einstaklingur getur greitt með allt að 15 ferðagjöfum. En hverju fyrirtæki er heimilt að taka við 100 milljón króna greiðslu að hámarki, sem nemur 20 þúsund ferðagjöfum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra ávarpar fundinn áður en Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, opnar fundinn.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV