Kirkjan ekki í Borgarfirðinum

26.05.2020 - 13:31
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Röng kirkjumynd hefur líklega ratað á Borgarnesskilti sem Vegagerðin setti upp á gatnamótum Götuás við minni Lundareykjardals í Borgarfirði. Skiltið er, auk upplýsinga, prýtt myndum af fallegum stöðum, meðal annars af Hjarðarholtskirkju.

Bent er á það í Skessuhorni í dag að kirkjan sem myndin er af sé hins vegar ekki í Borgarfirðinum, heldur í Dölunum. Hjarðarholtskirkja sé vissulega einnig til í Stafholtstungum í Borgarfirði, en hún sé töluvert ólík kirkjunni á myndinni þó falleg sé. 

Einar Pálsson, forstöðumaður þjónustu hjá Vegagerðinni, segir ranga mynd líklega hafa ratað á skiltið sem sé búið að vera lengi á þessum stað. Vegagerðinni hafi hins vegar ekki borist ábending vegna þessa fyrr en nú.

Segir Einar slík skilti víða að finna og ekki eigi öll þeirra að vera með myndum úr næsta nágrenni en svo sé þó greinilega þarna og verði myndin lagfærð.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi