Aukin ásókn í kosningu utan kjörfundar

26.05.2020 - 16:36
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mun meiri ásókn er í utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir forsetakosningarnar í dag en í gær þegar kosning utan kjörfundar hófst. Tvö hundruð og nítján höfðu greitt atkvæði um hálf fjögur í dag en í gær greiddu 140 atkvæði. Samtals hafa því 359 greitt atkvæði.

Utankjörfundartölvukerfi sýslumanns lá niðri í um klukkustund eftir hádegi í dag og voru þá fylgiseðlar og gögn handskrifuð upp á gamla mátann á meðan. Forsetakosningarnar verða haldnar 27. júní. 

Bergljót Baldursdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi