Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Umsóknum um framhaldsnám í HR fjölgaði um 33 prósent

25.05.2020 - 16:17
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Umsóknum um framhaldsnám í Háskólanum í Reykjavík fjölgaði um 33 prósent á milli ára. Alls hafa borist 1.423 umsóknir um meistaranám í ár en í fyrra voru þær 1.073. Í tilkynningu frá HR segir að um metfjölda umsókna sé að ræða. 

Í ár bárust 558 innlendar umsóknir og hefur þeim fjölgað um 20 prósent frá 2018. Umsóknum hefur fjölgað milli ára í öllum sex deildum háskólans sem bjóða upp á meistaranám, en mest fjölgun umsókna er um meistaranám í tölvunarfræðideild.

Framlengdur umsóknarfrestur fyrir grunnnám er til 15. júní.

 

 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV