Þríeykið þakkaði fyrir með söng

25.05.2020 - 17:56
Mynd: RÚV / RÚV
Það ríkti gleði í Skógarhlíðinni, þar sem Samhæfingarmiðstöð Almannavarna er til húsa, að loknum síðasta upplýsingafundi Almannavarna og Landlæknis í dag. Rétt áður en fundurinn hófst barst tilkynningu frá Almannavörnum um að neyðarstigi væri aflýst. Það felur í sér breytingar á vinnubrögðum almannavarna.

Þríeykið, Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, þakkaði samstarfsfólki sinu samstarfið og að lokum sungu allir lagið Ferðumst innanhúss

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi