Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Rússneskir hermenn Haftars hörfa frá Tripoli

25.05.2020 - 04:34
epa07494417 Militants, reportedly from the Misrata militia, loyal to the UN-backed unity government, take position in Tripoli, Libya, 09 April 2019. Commander of the Libyan National Army (LNA) Khalifa Haftar on 04 April ordered Libyan forces loyal to him to take the capital Tripoli, held by a UN-backed unity government, sparking fears of further escalation in the country. The UN said thousands had fled the fighting in Tripoli, while ministry of health reported 25 people, including civilians, were killed in the fighting.  EPA-EFE/STRINGER
Vígi stjórnarliða í Trípólí. Mynd: EPA-EFE - EPA
Eftir að líbíski stjórnarherinn náði til baka svæðum af sveitum Khalifa Haftars var rússneskum málaliðum í sveit Haftars flogið á brott. Al Jazeera segir rússnesku hermennina hafa verið senda til Jufra, svæðis í miðju landi sem sveit Haftars, LNA, hefur yfirráð yfir. Flótti Rússanna er sagður enn eitt áfallið fyrir LNA eftir ósigra liðinna vikna gegn stjórnarhernum, GNA. 

Al Jazeera hefur eftir Salem Alaywan, bæjarstjóra Bani Walid, að rússnesku hermennirnir hafi haldið á brott með allt sitt hafurtask. Þeir voru í framlínunni í bardögum í höfuðborginni Tripoli, en hörfuðu til Bani Walid, um 150 kílómetra suðaustur af Tripoli, þaðan sem þeir flugu til Jufra. Þrjár herflugvélar fluttu þá á brott og herbílarnir óku þaðan, að sögn Alaywan. Ahmed Mismari, talsmaður LNA, neitar því að erlendir hermenn berjist fyrir sveitina. 

Gögn sanna veru Rússana

Diplómatar og blaðamenn hafa hins vegar birt fjölda gagna um rússnesku hermennina í Líbíu. Samkvæmt skýrslu sem lak úr Sameinuðu þjóðunum voru um 1.200 rússneskir málaliðar fluttir til Líbíu á vegum Wagner Group hernaðarverktakans í Rússlandi. Þeir hafa verið með vopn sem venjulega sjást aðeins hjá rússneska hernum, að sögn Al Jazeera. 

GNA, stjórnarherinn, hefur endurheimt vald á fjölda svæða með aðstoð Tyrkja. Meðal annars tókst þeim að ná völdum á hinum hernaðarlega mikilvæga al-Watiya flugvelli, þar sem þeir eyðilögðu nokkur rússnesk loftvarnarkerfi. 

Valdatómarúm myndaðist

Allt frá því að Muammar Ghaddafi var komið frá völdum árið 2011 hefur fjöldi hópa reynt að taka völdin í landinu. Sveitir Haftars njóta stuðnings Rússa, Egypta og Sameinuðu arabísku fyrstadæmanna. Þær hafa reynt að hertaka höfuðborgina í rúmt ár, án árangurs. GNA nýtur stuðnings flestra annarra þjóða.