Óveður veldur tjóni í Ástralíu

25.05.2020 - 10:44
epa08442170 Debris covers a pavement after strong winds damaged shop fronts in Perth, Western Australia, 25 May 2020. Western Australia is being batered by strong weather, with damaging winds and heavy rain lashing most of the state.  EPA-EFE/RICHARD WAINWRIGHT AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Töluvert tjón varð af völdum óveðursins, þar á meðal í Perth. Mynd: EPA-EFE - AAP
Yfir sextíu þúsund heimili í vesturhluta Ástralíu urðu rafmagnslaus þegar kröftugt óveður brast þar á í dag með þeim afleiðingum að þök sviptust af húsum, tré féllu til jarðar og raflínur slitnuðu.

Óveðrið geisaði á um það bil eitt þúsund kílómetra svæði, þar á meðal í borginni Perth. Þar fór vindhraðinn í vindhraðinn í 33 metra á sekúndu, en náði mest 37 metrum þar sem hvassast var. Sums staðar helltist regnið úr loftinu og annars staðar brustu á sandbyljir. Útlit er fyrir að hvasst verði á þessum slóðum enn um sinn. Það hefur ekki valdið neinu manntjóni svo vitað sé.

Að sögn veðurfræðinga í Ástralíu gerir óveður sem þetta á tíu ára fresti eða svo. Því ollu tvö veðurkerfi sem rákust á, kuldaskil úr suðri og leifar fellibylsins Mangga.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi