Meiri framkvæmdagleði í samkomubanni

Mynd með færslu
 Mynd:
Verulegar breytingar urðu á neyslu landsmanna í samkomubanninu. Í aprílmánuði jukust áfengiskaup hlutfallslega mest allra útgjaldaliða milli ára, um 52%, þegar litið er til greiðslukortaveltu eftir útgjaldaliðum. 

Velta í raf- og heimilistækjaverslunum jókst meira í apríl en í mars og sömu sögu er að segja um veltu í byggingarvöruverslunum. 
Greiðslukortavelta dróst þó talsvert saman í apríl, eða meira en sem nam samdrættinum í mars. Samkomubann ríkti allan mánuðinn og áhrifin af COVID-19-faraldrinum því meiri en mánuðinn á undan. 
Kortavelta innanlands, tengd verslun og þjónustu, dróst saman um tæp 13% milli ára og er það mesti samdráttur sem orðið hefur síðan í október 2009.

Anna Sigríður Einarsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi