Valdís Þóra bætir í forystuna

Mynd með færslu
 Mynd:

Valdís Þóra bætir í forystuna

23.05.2020 - 15:04
Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni heldur áfram að spila vel á heimavelli. Fyrsta stigamót Golfsambands Íslands fer fram á Garðavelli á Akranesi þessa helgina. Valdís leiðir með 5 höggum fyrir lokahringinn.

Valdís Þóra lék frábært golf í dag, hún lék fyrri níu á tveimur undir pari og gerði slíkt hið sama á seinni níu. Hún endaði hringinn vel en hún nældi sér í örn á 16.holu sem er par 5 hola. Valdís er því samanlagt á níu höggum undir pari.

Aðal keppinautur hennar, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur var einungis einu höggi á eftir Valdísi fyrir hringinn í dag en Ólafía náði ekki að fylgja frábærri spilamennsku Valdísar eftir. Hún lauk leik á pari eða 72 höggum og er þar af leiðandi fjórum höggum undir pari. Í þriðja sætinu er svo Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili á einu höggi undir pari eftir fyrstu tvo hringina.

Lokakeppnisdagurinn á Garðavelli fer fram á morgun.