Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tveir komust lífs af úr flugslysinu í Pakistan

23.05.2020 - 06:19
Erlent · Asía · Pakistan
epa08437643 Rescue workers search for the bodies or survivors amid wreckage of the passenger plane of state run Pakistan International Airlines, after it crashed on a residential colony, in Karachi, Pakistan, 22 May 2020. A Pakistan International Airlines passenger flight with over 100 people on board crashed on 22 May as it was about to land near a residential area close to the airport in the port city of Karachi, a civil aviation official said. Rescue workers reportedly spot the Black Box.  EPA-EFE/SHAHZAIB AKBER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Allir nema tveir af þeim 99 sem voru um borð í farþegaflugvél sem hrapaði í Karachi í Pakistan í gær eru látnir. Búið er að finna alla sem voru um borð, og vinna yfirvöld nú að því að bera kennsl á líkin. 

Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, hrapaði í íbúðahverfi í Karachi í gær. Íbúar í nágrenninu voru þeir fyrstu á slysstað, og hófust þegar til handa við björgunarstörf. Tveir fundust á lífi. Flugfélagið PIA segir að samband við flugumferðarstjórn hafi rofnað laust eftir klukkan hálf þrjú síðdegis að staðartíma, um hálf tíu í gærmorgun að íslenskum tíma. Arshad Mahmood Malik, framkvæmdastjóri PIA, sagði á blaðamannafundi í gær að A320 vélar Airbus séu meðal þeirra öruggustu í loftinu. Flugfélagið lofar nákvæmri, óháðri rannsókn. Vélin var tekin í notkun árið 2004 að sögn Airbus og átti að baki rúmlega 47 þúsund flugtíma.

Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, skrifaði á Twitter að hann væri harmi sleginn vegna slyssins, og vottaði fjölskyldum fórnarlambanna samúð.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV