Þyrlan kölluð út vegna slyss við Fagurhólsmýri

Mynd með færslu
 Mynd: Helgi Seljan - Mynd
Maður féll á klifursvæði í Hnappavallahömrum nálægt Fagurhólsmýri á Suðurlandi síðdegis í dag og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom útkallið rétt fyrir klukkan 16 og var þyrlunni lent við Fagurhólsmýri klukkan 17:26.

Þyrlan var enn á svæðinu klukkan 17:45 og er gert ráð fyrir að maðurinn verði fluttur með henni á sjúkrahús. 

Frétt uppfærð klukkan 18:45: Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er maðurinn ekki alvarlega slasaður.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi