Talíbanar boða þriggja daga vopnahlé

23.05.2020 - 22:09
epaselect epa08170110 Afghan soldiers prepare to reach the scene of a plane crash near Ghazni, Afghanistan, 27 January 2020. According to reports a place crashed in Deh Yak district of Ghazni province where there is a strong Taliban presence.  EPA-EFE/SAYED MUSTAFA
Afganskir stjórnarhermenn. Mynd: EPA-EFE - EPA
Talíbanar lýstu yfir þriggja daga vopnahléi frá og með morgundeginum. Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, greindi frá því í kvöld að leiðtogar vígahreyfingarinnar beini því til vígamanna að leggja niður vopna á meðan Eid al-Fitr helgidagarnir standa yfir.

Zalmay Khalilzad, samningamaður Bandaríkjanna í Afganistan, kvaðst ánægður með þessa óvæntu tilkynningu. Þetta sé mikilvægt tækifæri sem verði að grípa. Bandaríkin geri hvað þau geti til að halda vopnahléð, að sögn Khalilzad. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, er einnig ánægður með þessa ákvörðun Talibana. 

Síðan Bandaríkin réðust inn í Afganistan árið 2001 hefur aðeins einu sinni áður verið boðað til vopnahlés. Það var einnig til þriggja daga í kringum Eid hátíðina árið 2018. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi