Pólska ríkið bætir við einni flugferð frá Íslandi

23.05.2020 - 08:46
epa08330427 Polish Airlines LOT Boeing 787-9 Dreamliner aircraft from Sydney arrives at the Chopin International Airport in Warsaw, Poland, 29 March 2020. The flight was operated as part of the operation oDomu, special flights bringing back Polish citizens back to the country after Polish government suspended all air services to Poland due to spread of coronavirus SARS-CoV-2 and COVID-19 in Poland and worldwide.  EPA-EFE/PIOTR NOWAK POLAND OUT
Þessi flugvél LOT kom frá Sydney í Ástralíu til Varsjár 29. mars.  Mynd: EPA-EFE - PAP
Yfir tvö hundruð manns hafa skráð sig á lista fyrir flugferð á vegum pólska ríkisins frá Íslandi til Varsjár 26. maí. Flugferðin er farin til að gera Pólverjum kleift að komast til heimalandsins vegna afleiðinga kórónuveirufaraldursins.

Pólska ríkið hefur staðið fyrir slíkum ferðum frá áfangastöðum víða um heiminn síðan faraldurinn braust út, enda hafa flugsamgöngur að mestu legið niðri. Farnar voru fjórar slíkar ferðir frá Íslandi fyrr á árinu.

Yfir 21.000 Pólverjar búa hér á landi og eru þeir fjölmennasti hópur erlendra ríkisborgara á Íslandi. Fram kemur í svari ræðismanns Póllands á Íslandi, Jakub Pilch, við fyrirspurn fréttastofu, að hann hafi heyrt af mörgum Pólverjum sem hafi aðeins búið hér á landi í stuttan tíma og því haft takmörkuð réttindi þegar þeir urðu atvinnulausir. 

Hann segir að flest þeirra sem hafi lýst yfir áhuga á því að fara til Póllands með vélinni 26. maí sé fólk sem hafi annað hvort misst starf sitt að fullu eða að hluta. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi