NBA horfir til Disneylands

epa08082697 Milwaukee Bucks forward Giannis Antetokounmpo of Greece (2R) scores between Los Angeles Lakers center JaVale McGee (L) Los Angeles Lakers guard Danny Green (2-L) and Los Angeles Lakers forward Anthony Davis (R) during the NBA game between the Los Angeles Lakers and the Milwaukee Bucks at Fiserv Forum in Milwaukee, Wisconsin, USA, 19 December 2019.  EPA-EFE/TANNEN MAURY SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

NBA horfir til Disneylands

23.05.2020 - 10:43
Það styttist óðum í að stærstu deildir heims í hvaða íþrótt sem er hefjist. Samkvæmt heimildum eru forráðamenn NBA deildarinnar að vonast til að geta klárað 2019-20 tímabilið í Disneylandi í Flórída, en því var upphaflega frestað í byrjun mars vegna kórónuveirufaraldursins.

 

Liðin fá leyfi til að koma til æfinga saman 1.júní og þá er hægt að skoða hvernig landið liggur. Samkvæmt þeirri sviðsmynd sem Adam Silver, formaður deildarinnar, hefur teiknað upp ásamt öðrum forsvarsmönnum liðanna gætu leikar farið af stað um miðjan júlí, en þá hefðu félögin fengið nægan tíma til þess að koma sér af stað æfingalega séð.

Síðustu vikur hefur hugmyndin um að búa til einskonar heimavist fyrir lok tímabilsins orðið háværri, þar sem að væri hægt að loka leikmenn og forráðamenn félaga af frá samfélaginu og þannig koma í veg fyrir að ný smit bærust inn á svæðið. Til þess að gera slíkt hafa þrír staðir helst verið nefndir. Disneyland svæðið í Flórída, Las Vegas, þar sem sumardeild NBA fer fram hvert ár og svo er þriðji valkosturinn Houston í Texas.

Disneyland þar talið lang líklegast. Þar sem að bæði er aðstaðan öll upp á það besta, sem og er fyrirtækið í góðu samstarfi með NBA deildinni, en Disney á meðal annars ESPN sjónvarpsstöðina sem er einn af sýningarréttarhöfum NBA deildarinnar.

Nokkrir leikir voru eftir af tímabilinu þegar að leikum var frestað í mars, en áætlar deildin sér ekki að klára þá, heldur fara beint í úrslitakeppnina miðað við þá stöðu sem var þegar að mótinu var frestað.